VEFSÍÐUGERÐ HYPE MARKAÐSSTOFU

 VEFSÍÐUGERÐ OG VEFHÖNNUN
EIN LAUSN FYRIR ÖLL TÆKI

Snjallar vefsíður skynja í hvaða tæki er verið að skoða vefinn og aðlagar uppstillinguna í samræmi við skjástærð. Vefsíðan verður því aðgengileg öllum – hvar og hvenær sem er.

Vefsíðugerð Hype Markaðsstofu miðar að því að skapa stafrænar veflausnir sem tengja saman fallega hönnun og einfalda og þægilega notendaupplifun. Við nýtum menntun okkar og reynslu til að hver vefsíða úr okkar smiðju komi vel á framfæri markaðsáherslum viðskiptavina okkar. Smelltu hér og skoðaðu nokkur af verkum okkar í vefsíðugerð.

Við leggjum metnað í að leitarvélabestun í öllum okkar verkefnum í vefsíðugerð og erum vottaðir Google samstarfsaðilar.

Hafðu samband með þitt verkefni og saman finnum við lausn við hæfi.

Hafðu Samband Hér
Vefsíðugerð

 VEFSÍÐUR ÚR VERKEFNAMÖPPUNNI

umbudahonnun al kjuklingur

Matfugl – Ali

Vínberið

Kjötkompaní

Blue lagoon hotel & spa

Glacier Lagoon

MATA

Birtingur útgáfufélag

Heforshe.is

ELDHESTAR

Booztbarinn

TREX

ION ICELAND

Hype Vefsíðugerð - Verkferlið

VERKFERLI HYPE VIÐ VEFSÍÐUGERÐ

Skýrt verklag þeirra sem að vefsíðugerð koma teljum við lykilinn að árangri. Með því tvinnast þekking, reynsla og sýn starfsmanna og viðskiptavinar strax inn í ferlið og stefnan verður skýr.

ÞARFAGREINING

HÖNNUN | ÚTLITSTILLÖGUR

FORRITUN | HÖNNUN

EFNISINNSETNING

VEFUR Í LOFTIÐ

ÞJÓNUSTA

Vefsíðugerð

SNJALLTÆKI | RESPONSIVE HÖNNUN

Allar vefsíður Hype eru unnar með snjallsíma og spjaldtölvur í huga. Í dag er stór hluti vefumferðar í gegnum snjalltæki og því er algjört skilyrði að vefsíðan virki á öllum tækjum og skjástærðum.

ÞARFAGREINING

Hype leggur mikið upp úr því að skilja þarfir viðskiptavina þegar kemur að gerð nýrrar vefsíðu. Við kunnum að hlusta. Við leggjum til lausnir sem hafa það að markmiði að hámarka árangur vefsíðunnar. Hjá Hype starfa einstaklingar með menntun og reynslu úr viðskiptalífinu, markaðsmálum, grafískri hönnun og verkfræði. Við leggjum mikið uppúr því að undirbúningur sé góður áður en vefsíðugerðin sjálf hefst. Hér getur þú lesið meira um Hype teymið sem vinnur með þér.

WORDPRESS VEFSÍÐUR

Hype vinnur allar vefsíður í WordPress vefumsjónarkerfinu sem er stærsta vefumsjónarkerfið í heiminum í dag. WordPress er opið vefumsjónarkerfi sem er í stöðugri þróun og bregst því hratt við hröðum tæknibreytingum og breyttum kröfum internetsins. Ekki þarf að greiða aðgangsgjöld að kerfinu sjálfu. WordPress vefumsjónarkerfið er notendavænt og hægt að stilla á íslensku.

VEFHÖNNUN | ÚTLIT VEFSÍÐUNNAR

Öll hönnun og uppsetning vefsíðunnar er unnin í nánu samstarfi við viðskiptavininn og eftir niðurstöðum þarfagreiningar. Útlit vefsíðunnar valið og hannað af grafískum hönnuði með mikla reynslu af vefhönnun.

EFNI VEFSÍÐUNNAR

Við veitum ráðgjöf um hvernig best er að skrifa texta fyrir vefinn. Mikilvægt er að texti sé skrifaður með bæði notendur síðunnar sem og leitarvélar í huga. Mikilvægt er að rétt skilaboð komist til skila til viðskiptavinarins og að vefsíðan sé sýnileg á leitarvélum.

MARKAÐSSETNING

Þegar vefurinn fer í loftið hjálpum við viðskiptavinum að koma vefsíðunni á framfæri með markvissu kynningarstarfi á netinu. Við nýtum þekkingu okkar á leitarvélum og samfélagsmiðlum til þess að hjálpa viðskiptavinum að skapa vitund og vefumferð. Frekari upplýsingar um leitarvélabestun og markaðssetningu á netinu finnur þú hér. Allar vefsíður Hype eru tengdar við Google Analytics og Google Webmaster Tools sem er öflug og ókeypis leið til þess að fylgjast með vefumferð og stöðu gagnvart Google.

ÞJÓNUSTA | VIÐHALD VEFSÍÐUNNAR

WordPress vefumsjónarkerfið er einfalt og þægilegt þannig að eigendur vefsíðunnar geta verið virkir í viðhaldi síðunnar eftir að hún fer í loftið. Hype er þó alltaf til staðar að veita þá þjónustu sem viðskiptavinurinn leitar eftir. Eftir því sem markaðurinn og internetið þróast og áherslur fyrirtækja breytast er nauðsynlegt að vefsíðan fylgi með. Óski viðskiptavinir eftir sérsniðnum þjónustupökkum þá sníðum við þá eftir vexti.

VEFHÝSING

Hype býður upp á vefhýsingu fyrir þá sem það kjósa. Kjósi viðskiptavinir að hýsa vefinn annarsstaðar vinnum við með þeim hýsingaraðilum til þess að allt gangi eins og smurt. Einnig bjóðum við upp á hýsingar- og uppfærslupakka þar sem við hýsum vefinn og sjáum einnig til þess að WordPress vefumsjónarkerfið og allar þær viðbætur sem notaðar eru séu uppfærðar reglulega. Þessar uppfærslur eru mikilvægar til að öryggi og virkni vefsíðunnar sé eins og best er á kosið á hverjum tíma.